Í þágu lýðræðis á tölvuöld
Á síðustu mánuðum hefur það komist á allra manna vitorð hve útbreiðsla eftirlits með almenningi er orðin mikil. Með fáeinum músarsmellum getur ríkið fengið aðgang að farsímanum þínum, tölvupóstinum þínum, félagslegu tengslaneti þínu og hverju þú leitar að á netinu. Það getur fylgst með stjórnmálaskoðunum þínum og athöfnum og í samvinnu við netfyrirtækin safnar það saman og geymir gögnin þín, og getur þannig spáð fyrir um neyslu þína og hegðun.
Grundvallarstoð lýðræðis er órjúfanleg friðhelgi einstaklingsins. Friðhelgi mannsins nær út fyrir líkamann einan. Allir menn eiga rétt á því að hvorki sé fylgst með né abbast upp á hugsanir þeirra, persónulegt umhverfi þeirra og samskipti.
Þessi grundvallarmannréttindi hafa verið gerð að engu með því að ríki og fyrirtæki hafa misnotað þróun tækninnar til þess að hafa eftirlit með almenningi.
Sá sem er undir eftirliti er ekki lengur frjáls; samfélag undir eftirliti er heldur ekki lengur lýðræði. Til þess að lýðræðisleg réttindi okkar haldi einhverju gildi verða þau að taka til sýndarheimsins ekki síður en raunheimsins.
- Eftirlit brýtur gegn einkarými okkar og stofnar hugsana- og skoðanafrelsi í hættu.
- Með fjöldaeftirliti er komið fram við hvern einasta borgara sem mögulega grunaðan mann. Þar með er kollvarpað einum helsta sigri sögunnar, að gert sé ráð fyrir sakleysi hvers manns.
- Eftirlit gerir einstaklinginn gegnsæjan, á meðan ríkið og fyrirtækin starfa með leynd. Þessi völd hafa verið misnotuð með kerfisbundnum hætti, eins og við höfum séð.
- Eftirlit er þjófnaður. Þessi gögn eru ekki opinber eign: Þau tilheyra okkur. Þegar þau eru notuð til að spá fyrir um hegðun okkar, þá er öðru stolið frá okkur: Þeirri meginreglu að frjáls vilji sé grundvallaratriði í lýðfrelsi okkar.
Við gerum kröfu til þess að allir menn, sem lýðræðislegir borgarar, hafi þann rétt að ákveða að hvaða marki safna megi saman, geyma og vinna úr persónugögnum þeirra, og hverjir megi gera það; að fá upplýsingar um það hvar gögn þeirra eru geymd og hvernig þau eru notuð; að fá því framgegnt að gögnum þeirra verði eytt ef þeim hefur verið safnað saman og geymd með ólöglegum hætti.
Við skorum á öll ríki og fyrirtæki að virða þessi réttindi.
Við skorum á alla einstaklinga að stíga fram og verja þessi réttindi.
Við skorum á Sameinuðu þjóðirnar að viðurkenna grundvallarmikilvægi þess að verja borgararéttindi á tölvuöld, og að semja Alþjóðlega yfirlýsingu um stafræn réttindi.
Á síðustu mánuðum hefur það komist á allra manna vitorð hve útbreiðsla eftirlits með almenningi er orðin mikil. Með fáeinum músarsmellum getur ríkið fengið aðgang að farsímanum þínum, tölvupóstinum þínum, félagslegu tengslaneti þínu og hverju þú leitar að á netinu. Það getur fylgst með stjórnmálaskoðunum þínum og athöfnum og í samvinnu við netfyrirtækin safnar það saman og geymir gögnin þín, og getur þannig spáð fyrir um neyslu þína og hegðun.
Grundvallarstoð lýðræðis er órjúfanleg friðhelgi einstaklingsins. Friðhelgi mannsins nær út fyrir líkamann einan. Allir menn eiga rétt á því að hvorki sé fylgst með né abbast upp á hugsanir þeirra, persónulegt umhverfi þeirra og samskipti.
Þessi grundvallarmannréttindi hafa verið gerð að engu með því að ríki og fyrirtæki hafa misnotað þróun tækninnar til þess að hafa eftirlit með almenningi.
Sá sem er undir eftirliti er ekki lengur frjáls; samfélag undir eftirliti er heldur ekki lengur lýðræði. Til þess að lýðræðisleg réttindi okkar haldi einhverju gildi verða þau að taka til sýndarheimsins ekki síður en raunheimsins.
- Eftirlit brýtur gegn einkarými okkar og stofnar hugsana- og skoðanafrelsi í hættu.
- Með fjöldaeftirliti er komið fram við hvern einasta borgara sem mögulega grunaðan mann. Þar með er kollvarpað einum helsta sigri sögunnar, að gert sé ráð fyrir sakleysi hvers manns.
- Eftirlit gerir einstaklinginn gegnsæjan, á meðan ríkið og fyrirtækin starfa með leynd. Þessi völd hafa verið misnotuð með kerfisbundnum hætti, eins og við höfum séð.
- Eftirlit er þjófnaður. Þessi gögn eru ekki opinber eign: Þau tilheyra okkur. Þegar þau eru notuð til að spá fyrir um hegðun okkar, þá er öðru stolið frá okkur: Þeirri meginreglu að frjáls vilji sé grundvallaratriði í lýðfrelsi okkar.
Við gerum kröfu til þess að allir menn, sem lýðræðislegir borgarar, hafi þann rétt að ákveða að hvaða marki safna megi saman, geyma og vinna úr persónugögnum þeirra, og hverjir megi gera það; að fá upplýsingar um það hvar gögn þeirra eru geymd og hvernig þau eru notuð; að fá því framgegnt að gögnum þeirra verði eytt ef þeim hefur verið safnað saman og geymd með ólöglegum hætti.
Við skorum á öll ríki og fyrirtæki að virða þessi réttindi.
Við skorum á alla einstaklinga að stíga fram og verja þessi réttindi.
Við skorum á Sameinuðu þjóðirnar að viðurkenna grundvallarmikilvægi þess að verja borgararéttindi á tölvuöld, og að semja Alþjóðlega yfirlýsingu um stafræn réttindi.