Authors for Peace
  • Home
  • The Idea
  • European Holiday! // Europäischer Feiertag!
  • Erinnerung braucht Intimität - Literatur in Südkorea
  • Verfassungsschutzbericht zur AfD (2019)
  • Manifest "Extinction Rebellion" auf Deutsch (Oktober 2019)
  • 2018
    • Contract for the Web 2018
    • Authoritarianism 2018
    • PEN America against Trump 2018
    • For our Future’s Sake - Brexit 2018
    • Gegen Nationalismus - 13-10.org 2018
    • Paradigm Shift Migration 2018
    • documented deaths of refugees 2018
    • Europäischer Feiertag im Literaturhaus Berlin 2018
    • Solidarität statt Heimat 2018
    • Cambridge Analytica 2018
    • Open Letter to Erdoğan 2018
    • Özdemirs Rede zur AfD 2018
    • Release Gui Minhai 2.2018
  • 2017
    • Europe 2017
    • Populism / Populismus 2017
    • Trump 2016 / 2017
    • CIA Surveillance tools 2017
    • Turkey / Türkei 2016 / 2017
    • #FreeDeniz 2017
    • „A Soul for Europe“ Konferenz 2017
    • Macron's Europe Speech 2017
    • An Open Letter to the Hannah Arendt Center at Bard College 2017
    • Bundestagswahl 2017
    • International Congress for Democracy and Freedom 2017
    • Political Murder Liu Xiaobo 2017
    • Anleitung Datensicherung / Guide data security 2017
    • Call for a European Public Holiday 2017
  • 2016
    • Refugees / Flüchtlinge 2016
    • China Press Freedom 2016
    • Pressefreiheit / Freedom of the Press 2016
    • Aleppo 2016
    • Brexit 2016
    • Friedenspreis an Emcke 2016
    • A poem by Ashraf Fayadh - World Poetry Day 2016
    • Flüchtlingspolitik: Österreichische Künstler protestieren 2016
    • Saudi Court overturns Ashraf Fayadh's death sentence 2016
    • wir machen das 2016
    • Worldwide Reading in support of Ashraf Fayadh 2016
    • Jews & Arabs Kiss 2016
  • 2015
    • Nein zu Pegida 2015
    • Charlie Hebdo 1/2015
    • A MESSAGE FROM PARIS by Ian McEwan / 2015
    • Aufruf für eine menschliche Flüchtlingspolitik (11.11.2015)
    • News Blog >
      • "hautbahnhof" 2015
      • Surveillance Blog
      • Snowden's Germany Files / Snowdens Deutschland-Dateien
      • David Miranda's unlawful detention
      • Russian laws choking free speech must be repealed now
      • The Day We Fight Back Against Mass Surveillance
      • Art Spiegelman on Surveillance
      • Stop Surveillance
      • Hacking Online Polls
      • Demo "Freiheit statt Angst"
  • "We Refugees" by Hannah Arendt
  • Free Liu Xiaobo 10/2014
  • Reset the Net 6/2014
  • Writers Against Mass Surveillance - Other Languages
    • Die Demokratie verteidigen im digitalen Zeitalter
    • Writers against mass surveillance
    • POUR UNE DÉFENSE DE LA DEMOCRATIE À L'ÈRE NUMÉRIQUE
    • En defensa de la democracia en la era digital
    • LOTTIAMO CONTRO I SISTEMI DI SORVEGLIANZA
    • Oproep tot democratie in het digitale tijdperk
    • Ett upprop för demokrati i den digitala tidsåldern
    • Til forsvar for demokratiet i en digital æra
    • Uppropet för demokrati i en digital tid
    • Í þágu lýðræðis á tölvuöld
    • فراخوان نویسندگان جهان: تحت نظر گرفتن سرقت &#
    • Dijital Çağda Bir Demokrasi Savunması
    • Η ΒΑΣΗ ΓΙΑ ΤΗ ΔΗΜΟΚΡΑΤΙΑ ΣΤΗΝ ΨΗΦΙΑΚΗ ΕΠΟΧΗ
    • Hentikan Pengintaian Masal
  • Worldwide Reading for Snowden
  • Snowden Interview
  • The NSA Archive
  • Snowden Interview by The Guardian
  • Snowdens Deutschland-Akten
  • NSA - "America, No You Can't" / September 2013
  • NSA - Brief an Bundeskanzlerin Merkel + Letter to Chancellor Merkel / August 2013
  • BETWEEN LINES – An Hour of Beauty // Zwischen Zeilen - Eine Stunde Schönheit
  • Release Li Bifeng / June 2013
  • 製造敵人是危險的 ——我們呼籲中國政府釋放李必豐 簽名發起人:艾未&
  • One Billion Rising February 2013
  • Reading for Pussy Riot December 2012
  • Liu Xiabo: I Have No Enemies - December 2012
  • Gangnam Style for Ai Weiwei - November 2012
  • APPEL DE STRASBOURG / STRASBOURG APPEAL / STRASSBURGER APPELL - October 2012
  • Free our Sisters - Pussy Riot September 2012
  • Aufruf Shahin Najafi - Juni 2012
  • Reading against Assad, for democracy in Syria - April 2012
  • Lesung gegen Assad, für Demokratie in Syrien - April 2012
  • نداء من سمر يزبك، كاتبة سورية، إلى جميع الك
  • Petition - Release Liu Xiaobo December 2012
  • Liu Xiabo we stand with you - March 2012
  • Liu Xiabo March 2012 Worldwide Reading
  • Liu Xiabo März 2012 Weltweite Lesung
  • Appeal Liu Xiaobo 2011
    • Signatories
  • Aufruf Liu Xiaobo 2011
    • Unterzeichner
    • Herta Müller zu Liu Xiaobo
  • 9/11 – Ten Years On
  • 9/11 - Zehn Jahre später
  • International Women’s Day 2011
  • Peace Day Event 2010
    • The Authors
    • Reading Schedule
  • Important Speeches - Wichtige Reden
    • Joachim Gauck: Einbürgerungsfeier anlässlich 65 Jahre Grundgesetz, 22. Mai 2014
    • Steinmeier: "Remembering the Holocaust: Fighting Antisemitism" (January 2020)
  • The Life You Can Save - Always
  • Contact
Picture
Í þágu lýðræðis á tölvuöld

Á síðustu mánuðum hefur það komist á allra manna vitorð hve útbreiðsla eftirlits með almenningi er orðin mikil. Með fáeinum músarsmellum getur ríkið fengið aðgang að farsímanum þínum, tölvupóstinum þínum, félagslegu tengslaneti þínu og hverju þú leitar að á netinu. Það getur fylgst með stjórnmálaskoðunum þínum og athöfnum og í samvinnu við netfyrirtækin safnar það saman og geymir gögnin þín, og getur þannig spáð fyrir um neyslu þína og hegðun.

Grundvallarstoð lýðræðis er órjúfanleg friðhelgi einstaklingsins. Friðhelgi mannsins nær út fyrir líkamann einan. Allir menn eiga rétt á því að hvorki sé fylgst með né abbast upp á hugsanir þeirra, persónulegt umhverfi þeirra og samskipti.

Þessi grundvallarmannréttindi hafa verið gerð að engu með því að ríki og fyrirtæki hafa misnotað þróun tækninnar til þess að hafa eftirlit með almenningi.

Sá sem er undir eftirliti er ekki lengur frjáls; samfélag undir eftirliti er heldur ekki lengur lýðræði. Til þess að lýðræðisleg réttindi okkar haldi einhverju gildi verða þau að taka til sýndarheimsins ekki síður en raunheimsins.

- Eftirlit brýtur gegn einkarými okkar og stofnar hugsana- og skoðanafrelsi í hættu.

- Með fjöldaeftirliti er komið fram við hvern einasta borgara sem mögulega grunaðan mann. Þar með er kollvarpað einum helsta sigri sögunnar, að gert sé ráð fyrir sakleysi hvers manns.

- Eftirlit gerir einstaklinginn gegnsæjan, á meðan ríkið og fyrirtækin starfa með leynd. Þessi völd hafa verið misnotuð með kerfisbundnum hætti, eins og við höfum séð.

- Eftirlit er þjófnaður. Þessi gögn eru ekki opinber eign: Þau tilheyra okkur. Þegar þau eru notuð til að spá fyrir um hegðun okkar, þá er öðru stolið frá okkur: Þeirri meginreglu að frjáls vilji sé grundvallaratriði í lýðfrelsi okkar.

Við gerum kröfu til þess að allir menn, sem lýðræðislegir borgarar, hafi þann rétt að ákveða að hvaða marki safna megi saman, geyma og vinna úr persónugögnum þeirra, og hverjir megi gera það; að fá upplýsingar um það hvar gögn þeirra eru geymd og hvernig þau eru notuð; að fá því framgegnt að gögnum þeirra verði eytt ef þeim hefur verið safnað saman og geymd með ólöglegum hætti.

Við skorum á öll ríki og fyrirtæki að virða þessi réttindi.
Við skorum á alla einstaklinga að stíga fram og verja þessi réttindi.
Við skorum á Sameinuðu þjóðirnar að viðurkenna grundvallarmikilvægi þess að verja borgararéttindi á tölvuöld, og að semja Alþjóðlega yfirlýsingu um stafræn réttindi.


Powered by Create your own unique website with customizable templates.